Jump to content
íslenska

Í Gullhreppum (in golden districts)

Í Gullhreppum (in golden districts)
Author
Bjarni Harðarson
Publisher
Sæmundur
Place
Selfoss
Year
2018
Category
Novels

um bókina

Þjóðsagnapersónan séra Þórður í Reykjadal tilheyrir hinu mmikla veldi Skálholtsstaðar á 18. öld. Hann er í senn landeyða og dýrlingur. Sögusviðið er Kaupmannahöfn, Þingvellir og Gullhrepparnir að ógleymdu Skálholti þar sem hinn forni biskupsstóll riðar til falls.

Heimur samkynhneigðra í einkar guðrækilegu samfélagi, saumakerlingar drottningar, dreissugir skólapiltar, iðrandi syndarar og göldróttur staðarsmiður spila saman í lifandi og skemmtilegri frásögn. Íslandssagan birtist okkur með kröm sinni og skemmtan.

(Í Gullhreppum er sjálfstætt framhald bókarinnar Í skugga drottins.)

 

úr bókinni

 

Það er léttstígur jarðarormur sem stikar stafkarlaleið um bakka Litlulaxár. Í dag bíta ekki á Reykjadalsklerki hugsanir mannanna sem standa löðursveittir í slægjunum. Sóknarbörnunum hérmegin við Kirkjuskarðið þykir nóg um útslátt og fjarverur síns hirðis frá hjörðinni og búskapnum. Væri það hefðarklerkur sem þyrfti kirkjunnar vegna nauðsynlegra erinda... Ónei, það er ólánsfulginn hann Þórður. Í dag fer hann ekki um veg ríðandi höfðingja heldur troðninga þeirra sem helst enga vilja eða mega ónáða.

Æ, þetta er kannski allt bara í hausnum á honum sjálfrum. Og þó að það afhrópin stundum sinn sálusorgara, ræfilshreppatuskurnar, það myndi hann einnegin sjálfur gera í þess sorum. J'a, og afhrópa fleiri, biskupana, sýslumenninga og allt hyskið. Er það ekki það sem lýðurinn á að gera, hrinda af sér öllu því sem mergsýgur hann og þrælkar?Mikið sem hann vildi sjálfur vera maður til að leiða slíkan söfnuð. En það yrði hann víst ekki.

Svona hugsar hann um slektið í Skálholti, enda á hann allt eins von á ónotum á staðnum, aftur kominn og nýfarinn. En þar til varna hefur hann að Fransmennirnir eru ókomnir ofan úr Haukadal og hann hafði lofað að hitta þá er þeir kæmu til baka. Það er að vísu fullmikið sagt að það hafi verið fastmælum bundið en engu að síður, ef þeir koma er hann sá eini sem skilur hrafl í þeirra móðurtungu. Bara að Skálhyltingar hafi ekki frétt það sem messufólkið bar honum í gær, að sá feiti sem drekkti undir sér bikkjunni í Langastundi hafi nú stigið niður úr hverahrúðrinu á Söngunum. Og liggi heima í Helludal illa brenndur. Helludalsbræður ku æstir í að saga af manninum fótinn en vonandi verður minna úr því. Síðan Tumi heitinn faðir þeirra fékk bancænan kolbrand í lítið brunasár hafa þeir bræður á fáum árum ampúterað fleiri í sókn sinni en gert hafði verið í sveitinni allri í manna minnum. 

(s. 125-126)

More from this author

Mörður

Read more

Í skugga drottins (in the shadow of god)

Read more

Svo skal dansa: skáldsaga úr veruleikanum (Then you dance: a novel from reality)

Read more

Sigurðar saga fóts: íslensk riddarasaga (The saga of sigurd the foot: an icelandic chivalric romance)

Read more

Mensalder

Read more