Gerður Kristný á alþjóðlegum degi ljóðsins árið 2019

Bókmenntaborgir UNESCO fagna alþjóðlegum degi ljóðsins sem er þann 21. mars ár hvert. Árið 2019 fögnuðu Bókmenntaborgir UNESCO um víða veröld saman alþjóðlegum degi ljóðsins í annað sinn. Borgirnar vilja þannig vekja athygli á mikilvægi ljóðlistar sem vettvangs samfélagsumræðu, persónulegrar tjáningar og nýsköpunar tungumála og ýta undir sköpun orðlistar og sýnileika hennar.

UNESCO lýsti 21. mars dag ljóðsins árið 1999 og fagnaði þannig einstakri getu ljóðlistar til að fanga skapandi anda mannsins. Eitt af meginmarkmiðum dagsins er að vekja athygli á fjölbreyttri tungumálaflóru heimsins. Þá er deginum ætlað að endurvekja hefð munnlegrar listrænnar tjáningar og minna á tengsl orðlistar við aðrar listir, svo sem leiklist og tónlist. 

Í Reykjavík og nokkrum öðrum Bókmenntaborgum var sjónum sérstaklega beint að röddum kvenna í ljóðlist að þessu sinni og / eða viðfansefnum sem snerta konur, kynferði og jafnrétti. Þessi vefstikla með Gerði Kristnýju var frumbirt af þessu tilefni hér á vef Bókmenntaborgarinnar og á samfélagsmiðlum Bókmenntaborganna. Hér flytur Gerður hluta af ljóðabálki sínum Drápu, sem er óður skáldsins til reykvískrar konu sem var myrt af eiginmanni sínum á áttunda áratug síðustu aldar, en um leið til allra kvenna sem hafa verið beittar ofbeldi. Nokkrar aðrar stiklur með skáldkonum frá Bókmenntaborgum UNESCO voru birtar á vefmiðlum borganna þennan dag, meðal annars frá Baghdad, Tartu, Granada, Ulyanovsk, Norwich og Mílanó. Drápa kom út hjá Forlaginu árið 2014. 

 

Embedded thumbnail for Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru veitt í...

Embedded thumbnail for Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2020 voru afhent í...

Embedded thumbnail for Sumardagur bókarinnar Sumardagur bókarinnar

Ljóð Þórarins Eldjárns í upplestri Þuríðar Blævar...

Embedded thumbnail for Chantal Ringuet - 2019 Writer in Residence Chantal Ringuet - 2019 Writer in Residence

Chantal Ringuet was the Reykjavík UNESCO City of...

Embedded thumbnail for Ævar Þór segir frá leyndarmáli á skólabókasöfnum Ævar Þór segir frá leyndarmáli á skólabókasöfnum

Rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson segir frá bókinni...

Embedded thumbnail for Sleipnir á skólabókasafni Sleipnir á skólabókasafni

Lestrarfélagi barnanna, hann Sleipnir, bregður sér á...

Embedded thumbnail for Gerður Kristný á alþjóðlegum degi ljóðsins árið 2019 Gerður Kristný á alþjóðlegum degi ljóðsins árið 2019

Bókmenntaborgir UNESCO fagna alþjóðlegum degi ljóðsins...

Embedded thumbnail for Poetic Encounters - Greetings from UNESCO Cities of Literature Poetic Encounters - Greetings from UNESCO Cities of Literature

Fimmtíu og eitt skáld frá 27 Bókmenntaborgum koma saman...

Embedded thumbnail for Poetic Encounters - Ljóðræn stefnumót Bókmenntaborga Poetic Encounters - Ljóðræn stefnumót Bókmenntaborga

Bragi Ólafsson og Soffía Bjarnadóttir rita ljóð í...

Embedded thumbnail for Sjón: On Literature and the Future Sjón: On Literature and the Future

Rithöfundurinn Sjón talar um bókmenntir og framtíðina....

Embedded thumbnail for Alþjóðlegur dagur ljóðsins í Reykjavík 2018 Alþjóðlegur dagur ljóðsins í Reykjavík 2018

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hélt upp á alþjóðlegan...

Embedded thumbnail for Waters and Harbours in the North - Newcastle Waters and Harbours in the North - Newcastle

Vídeó unnið fyrir verkefnið Waters and Harbours in the...

Embedded thumbnail for Waters and Harbours in the North - Gautaborg Waters and Harbours in the North - Gautaborg

Vídeó eftir Johönnu Rantanen Pyykkö unnið fyrir...

Embedded thumbnail for Waters and Harbours in the North - Færeyjar Waters and Harbours in the North - Færeyjar

Vídeó eftir Brandur Patursson, unnið fyrir verkefnið...

Embedded thumbnail for Waters and Harbours in the North - Reykjavík Waters and Harbours in the North - Reykjavík

Vídeóverk eftir Maríu Dalberg, unnið fyrir verkefnið...