Jump to content
íslenska

Þvílík vika (What a Week)

Þvílík vika (What a Week)
Author
Guðmundur S. Brynjólfsson
Publisher
Vaka-Helgafell
Place
Reykjavík
Year
2009
Category
Children‘s books

um bókina

Þvílík vika er unglingasaga úr samtímanum og fyrsta bók Guðmundar Brynjólfssonar. Sagan var valin úr fjölda handrita sem kepptu um Íslensku barnabókarverðlaunin 2009.

Þrír vinir eru að ljúka grunnskóla og ætla að fagna því rækilega. En margt getur breyst á einni viku og ýmislegt fer öðruvísi en þeir höfðu ætlað.

úr bókinni

 

Ég heiti Geir - ekki reyna að bögga mig með Haarde - það er mega þreytt! En ég heiti sem sagt Geir og er Björnsson. Ég var að klára tíunda bekk - eins og þið eigið eftir að komast að. Edda systir er ári eldri en ég og er búin með eitt ár í fjölbraut - hún er ekki á föstu núna, „í fyrsta sinn síðan hún slapp úr fermingarkyrtlinum,“ segir pabbi. Svo er það Elli bróðir - sem heitir reyndar Elentínus Borgar. Ég yrði ekki hissa þótt barnið svipti sig lífi þegar það fattar hvað nafnið er fáránlegt - en Elli er bara fimm ára svo þetta er allt í lagi ennþá. Mamma heitir Steinunn Níelsdóttir og er kennari - ekki spyrja mig hvað hún kennir því hún kennir sem betur fer í einhverjum skóla sem er milljón mílur frá mínum skóla. Reyndar veit ég að hún kennir ensku og samfélagsfræði - ég nenni bara ekkert að vera að telja það upp. Og auðvitað eru engar milljón mílur þangað. Pabbi minn heitir auðvitað Björn og hann er Geirsson og hann er smiður. Og bara svo að þú vitir það strax: Nei - ég ætla ekki að vera smiður!

Það er búið að tjúna okkur upp allan veturinn - svona fávitar eins og lassi - með endalausu tali um „námslok í grunnskóla“ og „mikilvægi prófa“. Alveg eins og við hefðum aldrei farið í próf áður! Það var eins og þetta lið væri ekki búið að kveikja á því að það er búið að leggja niður samræmdu prófin. Annars veit ég ekki hvaða hálfvita datt í hug að finna upp á prófum yfirleitt - sá hefur verið steiktur. Samt er það steiktasta við þetta allt saman að það getur enginn svarað manni hver það var sem fattaði upp á þessu rugli. Þvílíkt! (Ég ætlaði að skrifa „kaldhæðni“ hérna í staðinn fyrir „þvílíkt“ en ég geri mér grein fyrir því að það orð passar ekkert hér - þó að það sé flott.)
   En, sem sagt, það var búið að spenna okkur svoleiðis upp að allir voru með drulluna í hálsinum - eða þið vitið. Magndís þurfti meira að segja að leggjast inn á spítala með magabólgur af stressi þegar þrjár vikur voru í próf. Magndís var nú samt bara heppin því að botnlanginn í Stebba sprakk sama daginn og Magndís var lögð inn. Þvílíkt stress! Við reyndum að gera Lassa grein fyrir því hvers konar rugl álag þetta væri. En Lassi þrætti fyrir að botnlanginn hefði sprungið af stressi - en ég meina, hvað veit hann um það? Ekki er hann læknir - sem betur fer því þá væru landsmenn færri en þeir eru; eða hafið þið aldrei heyrt talað um læknamistök?
   Ég slapp ómeiddur út úr þessu stressi og námslokakjaftæði - eða svo að segja. Það munaði nefnilega ekki miklu að þetta rugl tjónaði fleiri en Magndísi og Stebba. Um það er þessi saga - svona óbeint.

(8-10)

 

 

More from this author

Eitraða barnið (Poisonous Child)

Read more

At og aðrar sögur (At and Other Stories)

Read more

Svartlyng

Read more

Endalok alheimsins (End of the World)

Read more

Kattasamsærið (Cat Conspiracy)

Read more

Gosbrunnurinn : sönn saga af stríði (Fountain: A True Story of War)

Read more

Líkvaka (Full of Life)

Read more

Þögla barnið (The Silent Child)

Read more

Tímagarðurinn : eða Leitin að fegurðinni (The Garden of Time: or the Search for Beauty)

Read more