Jump to content
íslenska

Spegilsónata (Mirror Sonata)

Spegilsónata (Mirror Sonata)
Author
Þórey Friðbjörnsdóttir
Publisher
JPV-útgáfa
Place
Reykjavík
Year
2000
Category
Novels

Úr Spegilsónötu:

Hitinn í kapellunni er að verða óbærilegur.
Sólin er komin hátt á loft og hellir geislaflóði sínu af krafti á litríka gluggana. Gult og rautt og blátt og grænt flögrar um hvíta, auða veggina og þegar orgelið loksins þagnar má heyra fuglakvak inn um opinn glugga.
Ef til vill voru það mistök að hafa lausu fögin opin. Þannig á sumarhitinn greiða leið inn.
Kirkjuvörðurinn losar bindishnútinn varlega og ekki um of. Ekki vill hann virðast lausgirtur um hálsinn við kistulagningu en svitinn bogar af honum. Hann seilist eftir vasaklút sínum í annað skipti í dag og strýkur yfir ennið og hálsinn. Finnur að hann er orðinn votur undir handleggjunum og skyrtan límist við hann. Jafngott að fara þá ekki úr jakkanum, þó að heitt sé.
Hann sér þó ekki að aðrir viðstaddir líði mjög af hita, fremur eins og höfgi sé að færast yfir kapellugesti, eins og þeir séu að venjast því að vera þarna. Og ekki perlar svitinn á presti, sem hefur tekið sér stöðu til fóta við kistuna og horfir ferskur og brosandi á hinn látna.
Eitthvert pískur á hægri hönd. Kirkjuvörðurinn lítur snöggt til hliðar og sendir hinu kvenlega tríói sem nú hefur fengið sér sæti þaulæfðan vandlætingarsvip. Þær þagna jafnharðan og horfa sneyptar í gaupnir sér. Kirkjuvörðurinn þefar ósjálfrátt út í loftið. Hann hefur áhyggjur af líkinu í þessum hita. En lyktarskyn hans nemur aðeins höfuga blóma- og ilmvatnsangan.
Og svo festir hann augun enn á baksvip gömlu konunnar á aftasta bekk. Henni sem situr í þykku kápunni með hattinn. Hún hlýtur að vera að kafna úr hita, hugsar hann áhyggjufullur, og kófsvitnar af því að horfa á hana. En hann sér ekki betur en að það fari um hana hrollur.

(s. 62-63)

 

More from this author

Að eilífu (Forever)

Read more

Ógnir fortíðar (The Black Opal)

Read more

Kona án fortíðar (Woman Without a Past)

Read more

Svarti svanurinn (The Ebony Swan)

Read more

Eplasneplar

Read more

Eplasneplar

Read more

Stelpur í stuði (Girls Out Late)

Read more

Stjörnuhrap (Star Flight)

Read more

Aldrei aftur (Never Again)

Read more