Jump to content
íslenska

Sonur minn og ég

Sonur minn og ég
Author
Sara Lidman
Publisher
Fróði
Place
Reykjavík
Year
1962
Category
Icelandic translations

Um þýðinguna

Jag och min son eftir Sara Lidman í þýðingu Einars Braga.

Úr Sonur minn og ég

Þið skiljið, að þegar maður á son eins og Ígor, verður maður að vera einhver. EINHVER.

Ég á erfitt um svefn. Og þegar ég ligg og bylti mér í rúminu, ber það við, að Ígor vaknar um miðjar nætur og segir: I love you, dad.

Ég svara ekki, ofurlitla stund finnst mér ég vera dauður, svo sársaukafull er hamingja mín. Svo segir hann - með annarsheimsrödd, eins og talað væri í gegnum hann: Heyrirðu til mín, pabbi! Mér þykir vænt um þig.

Ég titra af gleði, rétt á eftir er eins og ég ætli að kafna. Hjarta mitt rúmast ekki í brjósholinu. Í hjarta mér rúmast ekki það svar, sem sonur minn verðskuldar. Og gleðin snýst í sekt, ást hans er meira en ég fæ undir risið. Hún er allt of hrein, höfðar til næmari fínleika innra með mér en ég á til að bera.

Guð minn láttu mig deyja, því ást hans er meiri en ég geti borið hana. Guð minn láttu hann deyja og fara til Irmu, sem er á himnum. Hvernig get ég þjónað syni mínum, gert yfirbót, orðið hans verður. Með rödd, sem er mjúk og hrein eins og bláklukka, segir sonur minn: hann sefur og heyrir ekki til mín. En það er satt samt. Mér þykir vænt um pabba. Hann andvarpar og fellur aftur í svefn. Myrkrið bifast af andköfum mínum.

Ég þyrfti að hafa kvenmann til að hremma, hreinsa hold mitt að viðkvæmni, sem magnast og breytist í ofbeldi.

(s. 71-72)

More from this author