Jump to content
íslenska

Saga af sæháki (The Story of a Sailor...)

Saga af sæháki (The Story of a Sailor...)
Author
Gabriel García Márquez
Publisher
Uglan Reykjavík
Place
Reykjavík
Year
1987
Category
Icelandic translations

Um þýðinguna

Relato de un naufrago que etuvo diez días a la deriva en una balsa sin comer ni beber, que fue proclamado héroe de la patria, besado por las reinas de la belleza y hecho rico por la publicidad, y luego aborrecido por el gobierno y olvidado para siempre eftir Gabriel García Márquez í þýðingu Guðbergs.

Fullur titill: Saga af sæháki sem rak í tíu daga á fleka, án matar og drykkjar, var lýstur þjóðarhetja, kystur af fegurðardísum, auglýsingamennskan auðgaði hann, en svo var hann fyrirlitinn af stjórnvöldum og gleymdist um aldur og eilífð.

Úr Sögu af sæháki

Annars hugar tók ég í sporð honum og dýfði í sjóinn við borðstokkinn. Blóðið hafði storknað milli hreistursins. Það varð að nudda hann. Í barnaskap mínum dýfði ég honum aftur í sjóinn. Og það var þá sem ég fann áhlaup og heyrði skoltaglamur hákarlsins. Ég hélt af öllu afli um sporð fisksins. Þegar skepnan reif í missti ég jafnvægið. Ég skall á borðstokkinn en hélt enn fast um matinn minn. Og ég varði hann eins og óargadýr. Á þessu broti úr sekúndu hvarflaði ekki að mér að ef hákarlinn biti á ný gæti hann rifið handlegginn af mér upp að öxl. Ég togaði af öllu afli á ný, en nú hélt ég ekki á neinu í höndunum. Hákarlinn hafði tekið með sér veiðina mína. Bálreiður, óður af örvæntingu og bræði greip ég árina og lamdi af heljarafli í hausinn á hákarlinum þegar hann synti aftur meðfram borðstokknum. Skepnan hentist upp. Ólmur sneri hann sér við, og í einum snöggum áköfum skoltaskelli braut hann og gleypti helminginn af árinni.

(s. 83)

More from this author

Um ástina og annan fjára (Del amor y otros demonios)

Read more

Hershöfðinginn í völundarhúsi sínu (The General in his Labyrinth)

Read more

Ástin á tímum kólerunnar (El amor en los tiempos del cólera)

Read more

Hundrað ára einsemd (Cien anos de soledad)

Read more

Frásögn um margboðað morð (Cronica de una muerte anunciada)

Read more

Liðsforingjanum berst aldrei bréf (No One Writes the Lieutenant)

Read more