Jump to content
íslenska

Dýragarðurinn: Fólkið í blokkinni (The zoo: the people in the apartment building)

Dýragarðurinn: Fólkið í blokkinni (The zoo: the people in the apartment building)
Author
Ólafur Haukur Símonarson
Publisher
Sögur
Place
Year
2017
Category
Children‘s books

Um bókina

Hvað gera Óli bróðir, Ari og Bjarni tvíburarnir á áttundu og allir hinir krakkarnir í blokkinni þegar bannað er að halda húsdýr í blokkinni? Óli má ekki einu sinni hafa ánamaðka í kassa undir rúmingu sínu. Mamma tvíburanna þolir heldur ekki köngulærnar sem strákunum þykir svo vænt um. Og Robbi húsvörður fer gjörsamlega á límingunum þegar hann sér græna hundinn hennar Bínu. 

En daginn sem geithafurinn Gutti eltir strákana heim úr húsdýragarðinum breytist allt. Það reynist of erfitt að fela geitina í blokkinni. Þá kviknar hugmyndin: Stofnum okkar eigin dýragarð!

Það eru ekki allir sem taka því fagnandi að fá dýragarð á holtið bakvið blokkina. Gulli gullrass, sem ætlar að byggja spilahöll einmitt á þessari lóð, reynir me öllum ráðum að spilla fyrir áformum krakkanna.

Það er hörð barátta framundan!

(Bókin er framhald bókarinnar Fólkið í blokkinni).

Úr bókinni

Mér leist illa á að pabbi og Gvendur og Valerí færu að skoða gamla þvottahúsið og strákarnir væru kannski einmitt staddir þar með Gutta geithafur og gólfið kannski allt út í geitarspörðum. ÉG kvaddi mömmu og sagðist þurfa að skreppa niður í kjallara að spyrja hjólið mitt. Til allrar hamingju var enginn í þvottahúsinu. Til öryggis skrifaði ég á miða með tússi og límdi á hurðina: Nýmálað! - Farið alls ekki inn!

En hvar voru strákarnir?

Ég fann þá uppi á Holti. Þeir voru ekki einir. Það var fullt af krökkum úr blokkinni og auðvitað aðalpersónan Gutti geithafur. 

Óli var að útskýra fyrir krökkunum að hann mætti ekki hafa dýr í íbúðinni af því að pabbi væri með mesta ofnæmi í heimi fyrir öllum dýrum.

Getur hann ekki bara flutt eitthvað annað? sagði Jóndi á fyrstu.

Nei, mamma vill það ekki, sagði Óli.

Sjitt! sagði Jóndi.

Jón afi segir að við eigum að byggja okkar eigin dýragarð, sagði Óli.

Mega þá allir krakkar koma með dýrin sín í dýragarðinn? spurði Mummi á þriðju.

Já, það mega allir koma með öll dýr - nema fíla, þeir eru of stórir.

En litla fíla? Já, á meðan þeir eru litlir.

Má ég koma með skjaldbökuna mína? spyrði Silja á annarri.

Já, auðvitað, sagði Óli.

Má ég koma með eitruðu fiskana mína? spurði Kalli á sjöttu.

Já, sagði Óli, við skrifum bara á búrið að það megi ekki borða fiskana.

Ég kem með hundinn minn, sagði Biggi á annarri. Ef hann vill koma, hann er svo feiminn.

Það verður gaman hjá dýrunum að leika sér saman, sagði Óli. Þeir sem samþykkja að byggja dýragarð rétti upp hönd.

Aliir réttu upp hönd.

(s. 49-50)

More from this author

Das meer

Read more

Victoria und Georg

Read more

Rost (Autowerkstatt Baddi)

Read more

Gauragangur

Read more

Skýjaglópur skrifar bréf (Letters From a Dreamer)

Read more

Ævintýri á harða diskinum (Adventure on the Hard Drive)

Read more

Meiri gauragangur (More of racket)

Read more

Meiri gauragangur (More of racket)

Read more

Rigning með köflum (Rain Wit Sunny Spells)

Read more