Viktor Arnar Ingólfsson

„Það var eitthvað verulega athugavert við þetta allt saman og Arngrímur fann kuldahroll læðast upp eftir bakinu og hálsinum upp í hnakkann. Varlega sneri hann sér við og leit á skrifborð sendiherrans sem stóð í skugganum. Sver líkami sat á stól bak við það og drúpti höfði.“
(Sólstjakar)