Nýársljóðalestur frá birtingu til myrkurs

Á nýársdag verður nýju ári fagnað í Gröndalshúsi með ljóðaflutningi skálda frá birtingu til myrkurs. Húsið opnar kl. 10:03 og verða ljóð lesin upp allan daginn þar til dimmt er orðið kl. 17:00.

Skáldin fagna ljóðinu og sólinni, tungumálinu og náttúrunni, mennskunni og alheiminum, hvert á sinn hátt og eftir sínu höfði.

Gröndalshús er fyrrum heimili Benedikts Gröndals, sem sameinaði það að vera náttúrufræðingur og skáld. Húsið stendur á horni Fischersunds og Mjóstrætis í Grjótaþorpinu.

Skáldin og Bókmenntaborgin bjóða alla hjartanlega velkomna í Gröndalshús á nýársdag. Staldra má við stutt eða lengi, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Gleðilegt nýtt ár 2020!

Dagskrá 

Kl. 10.03-11
Kári Tulinius
Kristín Eiríksdóttir
Francesca Cricelli

Kl. 11-12
Soffía Bjarnadóttir
Haraldur Jónsson
Melkorka Ólafsdóttir

Kl. 12-13
Hanna Óladóttir
Gerður Kristný
Vigdís Grímsdóttir

Kl. 13-14
Kristín Ómarsdóttir
Angela Rawlings
Guðrún Hannesdóttir

Kl. 14-15
Þórarinn Eldjárn
Bubbi Morthens
Ragnar Helgi Ólafsson

Kl. 15-16
Fríða Ísberg
Einar Már Guðmundsson
Ragnheiður Harpa

Kl. 16-17
Brynjar Jóhannesson
Brynjólfur Þorsteinsson
Ásta Fanney Sigurðardóttir