Lumar þú á jólasögu?

Við óskum eftir umsóknum frá rit- og myndhöfundum fyrir jólasögu Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar 2020. 

Frá árinu 2016 hefur Borgarbókasafnið birt jóladagatal fyrir börn á leikskóla- og grunnskólaaldri á miðlum safnsins þar sem foreldrar og börn geta lesið saman einn kafla á dag frá 1. – 24. desember. Jóladagatalið er aðgengilegt á vefsíðu og Facebook síðu Borgarbókasafnsins og á vef og Facebook síðu Bókmenntaborgarinnar. Sagan er einnig lesin inn í Hlaðvarp Borgarbókasafnsins.

Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst n.k. - Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 31. ágúst. 

Í umsókn er æskilegt að setja fram hugmynd að efnistökum sögunnar og sýnishorn af teikningum. Vinsamlegast sendið umsóknina á gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is.

Valnefnd fer yfir umsóknir og mun niðurstaða hennar liggja fyrir 9. september. 

Rit- og myndhöfundar þurfa að skila inn fullbúinni sögu í 24 köflum, mynd við hvern kafla auk forsíðumyndar 10. október. Forsíðumyndin verður notuð til kynningar á miðlum safnsins og Bókmenntaborgarinnar og á bókamerkjum og veggspjöldum sem hönnuður Borgarbókasafnsins setur upp.

Rit- og myndhöfundar fá greiddar 200.000 kr. hvor fyrir söguna og teikningarnar, ef höfundur gerir bæði sögu og myndir fær hann greiddar 400.000 kr.

Börn sem heimsækja safnið í nóvember og desember fá bókamerkið að gjöf og veggspjöldum verður dreift í nærumhverfi safnanna. Boðið verður upp á jólasögustundir í desember.

Hér má finna jóladagatöl síðustu ára.

Jóladagatalið 2020 er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO.


Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | s. 411 6115