Jóladagatal Borgarbókasafns og Bókmenntaborgar

Samkeppni um jólasögur ársins er orðinn fastur liður í Bókmenntaborginni og birtist ný jólasaga fyrir börn á aðventunni ár hvert í samstarfi Bókmenntaborgar og Borgarbókasafns.
Fyrir jólin 2020 fylgdumst við með sögunni Nornin í eldhúsinu eftir þau Tómas Zoëga og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur.
Hver býr í kofanum? Hvað er nornin að fela? Vinirnir Stefánía og Pétur rekast óvænt á kofa með hurð eins og á ísskáp og ófreskja leikur lausum hala í hverfinu. Nornin í eldhúsinu er spennandi ævintýri um óvænta vináttu og sannan jólaanda.
Ef þið misstuð af sögunni í desember eða langar til að njóta hennar aftur má lesa hana alla í jóladagatalinu eða hlusta á hana í hlaðvarpi í upplestri höfundar.