Grasrótarsamstarf

Stuðningur við grasrótarverkefni

Reykjavík bókmenntaborg UNESCO styður við verkefni sem snúa að nýrækt og grasrótarstarfi á sviði orðlista í Reykjavík í víðum skilningi. Skáld og aðrir listamenn, grasrótarforlög og félagasamtök geta sóst eftir stuðningi og / eða samstarfi við Bókmenntaborgina til að koma hugmyndum í framkvæmd, hvort sem þær felast í að koma á fót viðburðum fyrir almenning, smiðjum, skólatengdum verkefnum eða öðrum verkefnum á þessu sviði. Ekki er stutt við útgáfu nema í tengslum við hátíðir eða aðra viðburði sem Bókmenntaborgin á beina aðild að.

Umsóknir 2022

Tekið er við umsóknum tvisvar á þessu ári, annars vegar fyrir dagslok mánudaginn 28. febrúar 2022 og hins vegar fyrir dagslok mánudaginn 30. maí 2022. Svar við umsóknum berst  um mánuði eftir skilafrest.

Skila skal greinargóðri lýsingu á verkefninu auk tíma- og kostnaðaráætlunar. Hljóti verkefni stuðning þarf að geta samstarfs við Bókmenntaborgina og skila greinargerð um framkvæmd verkefnisins að því loknu.

Stuðningur við einstakt verkefni getur ekki farið yfir 400.000 kr. 

Sjá nánar um skil á umsóknum hér