Gestadvöl í Wonju í S-Kóreu

Bókmenntaborgin Wonju í Suður Kóreu býður nú í fyrsta sinn rithöfundi frá annarri Bókmenntaborg UNESCO til dvalar í borginni. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er síðasti umsóknardagur 6. júní. Einum höfundi er boðið til dvalar í menningarsetrinu Toji haustið 2021 og verður tilkynnt um valið þann 18. júní. Höfundar frá eða með sterk tengsl við einhverja af Bókmenntaborgum UNESCO geta sótt um.

Hvað er innifalið?

  • Dvöl í menningarsetrinu Toji í allt að átta vikur frá 1. september 2021 (auk 2 vikna heimasóttkvíar á dvalarstað, sjá fyrir neðan).
  • Millilandaflug og þær ferðir innan Kóreu sem tilheyra gestadvölinni.
  • Máltíðir í mötuneyti Toji. Kvöldmatur á laugardögum er ekki innifalinn og matur er ekki í boði á opinberum frídögum.
  • Skrifstofa í Toji setrinu.

Umsókn

Umsóknin skal innihalda:

  • Kynningarbréf (Let us know about yourself).
  • Upplýsingar um útgefin verk, feril, viðurkenningar o.s.frv. (Let us know about your literary works, achievments, awards etc.).
  • Stutta lýsingu á bókmenntaumhverfi höfundar (Let us know about your literary world).
  • Ástæðu fyrir áhuga á að dvelja í Wonju (Tell us about why you would like to come to Wonju and stay in Toji Cultural Centre).
  • Hugleiðingu um hugsanleg tengsl eigin verka og Wonju (Please tell us about how your literary world is or can be connected to Wonju).

Lengd umsóknar fari ekki yfir eina A4 síðu fyrir hverja spurningu. Það má láta sýnishorn úr verkum fylgja með umsókn en það er ekki nauðsynlegt.

Nánari upplýsingar um Bókmenntaborgina Wonju er að finna á vefsíðu hennar.

Einum höfundi verður boðið að dvelja í borginni og eru umsóknar metnar af valnefnd frá Toji menningarmiðstöðinni.

Sóttkví

Öllum sem koma til S-Kóreu er gert skylt að hefja dvölina með 2ja vikna heimasóttkví. Höfundurinn verður því beðinn um að koma til landsins í síðasta lagi 18. ágúst en gestadvölin hefst formlega þann 1. september. Gestinum verður séð fyrir gistingu og máltíðum á meðan sóttkví stendur.

Hvers er vænst af höfundi?

Ekki eru gerðar sérstakar kröfur til höfundar að öðru leyti en því að dvölin sé nýtt til skapandi starfs. Innlendir höfundar dvelja einnig í Toji og er mælst til þess að gesturinn blandi geði við þessa kollega og sýni áhuga á menningu staðarins. Að öðru leyti verður dagskrá ákveðin í samráði við höfund.

Umsókn sendist til Drake Yang, dewkorea@korea.kr, í síðasta lagi 6. júní 2021. Hann veitir einnig nánari upplýsingar.