Bóksala á tímum heimsfaraldurs

Þrautseigir bóksalar

Hvernig bregðast bóksalar í Barcelona, Edinborg, Prag, Kraká og öðrum Bókmenntaborgum UNESCO við heimsfaraldrinum? Hvaða ráðum geta bóksalar deilt í þessu tilliti? Bókmenntaborgin Kraká býður upp á fundaröð á netinu þar sem bóksalar miðla af reynslu sinni og er hún opin öllum sem starfa á sviði bóksölu en bóka þarf þátttöku þar sem fjöldi er takmarkaður.

Nýjar leiðir í dreifingu til viðskiptavina, netverslun og óhefðbundnar leiðir til að ná athygli á samfélagsmiðlum eru meðal ráða sem bóksalar hafa gripið til undanfarið. Hvernig er staðan í mismunandi löndum? Hvað hefur faraldurinn kennt okkur og hvað ber framtíðin í skauti sér?

Fundirnir eru í formi umræðna og hefst hver fundur á stuttum kynningum frá völdum bókaverslunum í fjórum Bókmenntaborgum, Kraká, Edinborg, Barcelona og Prag. Kynningarnar tengjast umræðuefni hvers fundar og er ætlað að vekja spurningar og hvetja til frekari umræðna. Umræðustjóri fundanna er Krysztof Zwirski og fara þeir fram á ensku.

Dagskrá:

23. febrúar kl. 20:00 að íslenskum tíma
Kynning: Lighthouse Bookshop í Edinborg og Karakter bókaverslunin í Kraká.

23. mars kl. 20:30 
Kynning: Libreria Documenta í Barcelona og Café Nova í Kraká.

13. apríl kl. 20:00 
Kynning: Book Therapy í Prag og Massolit Books í Kraká.

Fundirnar eru haldnir á Microsoft Teams. Þátttaka er ókeypis en fólk þarf að skrá sig til leiks og borgar sig að gera það sem fyrst þar sem fjöldi er takmarkaður.

Skráning: kontakt@miastoliteratury.pl
Vinsamlegast skráið „Resilient Bookshops“ í efnislínu og nafn bókaverslunar/bóksala sem þið starfið hjá. Tengill á fundinn verður sendur í svarpósti.

Dagskráin er skipulögð af Hátíðaskrifstofu Krakárborgar sem er heimili Bókmenntaborgarinnar Krakár.

Sjá nánar á vef Krakárborgar