Viðeyjarklaustur stofnað

1226

Viðeyjarklaustur var mikilvægt menntasetur og þar var góður bókakostur. Fyrst var þar Ágústínusarregla en síðan Benediktsmunkar. Klaustrið lagðist af 1539 þegar menn Danakonungs rændu það í aðdraganda siðaskipta. Einn af sagnariturum í Viðey var príorinn Styrmir Kárason, oft nefndur hinn fróði, en hann var áður heimilisprestur í Reykholti í tíð Snorra Sturlusonar. Meðal þeirra verka sem Styrmir er talinn hafa ritað er Styrmisbók Landnámu, sem nú er glötuð, og Lífsssaga Ólafs helga, en nokkrir kaflar úr henni eru varðveittir í Flateyjarbók.

Vefur Viðeyjar.