Uppskriftaalda

1600-1700

Uppskriftaalda hefst á Íslandi og Danir og Svíar keppast um að komast yfir íslensk handrit. Þessi áhugi á fornritunum fylgdi húmanismanum og endurreisninni sem skilaði sér í fornmenntastefnunni svokölluðu meðal íslenskra menntamanna. Arngrímur Jónsson, hinn lærði var meðal fornmenntamanna en hann skrifaði Crymogæu, sögu Íslands frá upphafi til 16. aldar. Með uppskriftaöldu er átt við að gömul handrit voru skrifuð upp á nýtt, en á þessum tíma var farið að safna handritum skipulega og rannsaka þau.