Samkvæmt Landnámabók tekur Ingólfur Arnarson sér fasta bólfestu í Reykjavík ásamt föruneyti sínu um 870 og er skipulegt landnám Íslands jafnan kennt við hann þótt víst sé að aðrir hafi haft hér búsetu fyrr. Elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi eru í Kvosinni í Reykjavík, en þær eru frá því um 871.