Upphaf bókagerðar á Íslandi

1000

Upphaf bókagerðar á Íslandi má rekja aftur til ársins 1000. Engin handrit hafa þó varðveist frá þessum tíma. Elstu varðveittu handritin eru frá 12. öld. Hægt er að skoða handrit í Safnahúsinu við Hverfisgötu og á Þjóðminjasafni Íslands.

Safnahúsið við Hverfisgötu

Sýningin Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 var unnin í samstarfi við Árnastofnun og fimm önnur söfn. Þar er hægt að skoða fagurlega myndskreytt handrit og voru þau valin vegna myndskreytinganna sem þau geyma. Sjö handrit Jónsbókar úr safni Árna Magnússonar prýða sýninguna; eitt hið elsta frá lokum 13. aldar og allt til þess yngsta, pappírshandrits frá 17. öld – á meðal handritanna er fagurlega rituð og myndlýst Skarðsbók Jónsbókar (1363). Auk handritanna eru til sýnis nákvæmar eftirgerðir Íslensku teiknibókarinnar (1350–1500) og sjö myndlýstar handritasíður úr Stjórn (1350), prentaðar á kálfskinn.

Þjóðminjasafn Íslands

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til, eru til sýnis tvö handrit og eitt handritsbrot frá Árnastofnun: eitt blað úr þjóðveldislögunum Grágás; skinnblað frá 1240–1260, Jónsbókarhandrit; skinnbók frá 1450 og afrit Íslendingabókar Ara fróða Þorgilssonar; pappírshandrit frá s.hl. 17. aldar