Nýja testamentið

1540

Nýja testamentið kemur út í þýðingu Odds Gottskálkssonar. Bókin er jafnframt fyrsta bók sem prentuð er á íslensku, en hún var prentuð í Kaupmannahöfn. Þessi þýðing gegndi mikilvægu hlutverki í varðveislu íslenskrar tungu, en hún varð síðar hluti af Guðbrandsbiblíu sem gefin var út árið 1584.