Miðstöð íslenskra bókmennta

Höfundaveggur Miðstöðvar íslenskra bókmennta í Gautaborg 2015

2013

Miðstöð íslenskra bókmennta hóf starfsemi í ársbyrjun 2013. Við stofnun hennar sameinuðust fyrrum Bókmenntasjóður sem starfað hafði frá árinu 2008 og verkefnið Sögueyjan Ísland (Sagenhaftes Island) sem hélt utan um heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011.

Hlutverk Miðstöðvarinnar er að efla bókmenningu á Íslandi m.a. með því að veita styrki til útgáfu íslenskra ritverka og þýðinga erlendra bókmennta á íslensku. Jafnframt er hlutverk hennar að kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra.

Frekari upplýsingar um Miðstöð íslenskra bókmennta má finna á heimasíðu hennar