Konungasögur

1140-1213

Konungasögur eru ævisögur norrænna konunga, skrifaðar á 12. og 13. öld, flestar á Íslandi, en nokkrar í Noregi. Flestar fjalla þær um Noregskonunga, nokkrar um Danakonunga. Meðal konungasagnahandrita er Morkinskinna, sem talin er rituð um 1275.

Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson stóðu að útgáfu Morkinskinnu í tveimur bindum, sem komu út hjá Hinu íslenska fornritafélagi 2011. Sjá viðtal við Ármann í tilefni útgáfu Morkinskinnu á Vísi í apríl 2011.