Heildarþýðing á leikritasafni Shakespears

1991

Helgi Hálfdanarson (1911 – 2009) lýkur þýðingu sinni á leikritasafni Shakespears, en sú iðja hófst með þýðingu hans á As You Like it (Sem yður þóknast) sem kom út árið 1951.

Margir hafa þýtt verk Shakespears á íslensku en Helgi er sá eini sem þýtt hefur öll verkin. Hann hlaut Silfurhestinn, bókmenntaverðlaun dagblaðanna (sem voru veitt frá 1967 – 1974) fyrir Shakespeare þýðingar sínar árið 1970 en afþakkaði verðlaunin þar sem hann hafði það fyrir reglu að þiggja engin verðlaun.

Helgi þýddi einnig verk margra annarra höfunda, en hann er meðal okkar virtustu þýðenda. Meðal þýðinga hans má telja Kóraninn, Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen, gríska harmleiki eftir Evripídes, Sófókles og Æskýlos, ljóð eftir Hóras, auk austurlenskra ljóða frá liðnum öldum, meðal annars Kína og Japan.