Fyrsta íslenska prentsmiðjan

1530

Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi, flytur fyrstu prentsmiðjuna til landsins. Prentsmiðjan var staðsett á Breiðabólstað í Vesturhópi en var síðan flutt að Hólum í biskupstíð Guðbrands Þorlákssonar. Reyndar er ekki vitað með fullri vissu hvaða ár prentsmiðjan er flutt til landsins, en talið er að það sé um þetta leyti og að fyrsti prentarinn á Íslandi hafi verið Jón Matthíasson eða Mattheusson, hinn sænski. Pappír barst þarna fyrst til landsins og gerbreytti það bókagerð þar sem kostnaður minnkaði til muna frá því sem var þegar skinnin voru allsráðandi.

Sjá um fyrstu íslensku prentsmiðjuna á Vísindavef Háskóla Íslands.

Á vef Prentsöguseturs má lesa um sögu prentverks á Íslandi.