Fríða Á. Sigurðardóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

1992

Fríða Á. Sigurðardóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1992 fyrir skáldsöguna Meðan nóttin líður frá 1990. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Skáldsagan er djörf og nýstárlæg en býr einnig yfir ljóðrænni fegurð. Í verkinu er horfið til fortíðar í leitinni að lífsgildum sem fela í sér boðskap til samtíðar okkar. Sagan gerist í stórbrotnu landslagi Vestfjarðakjálkans og náttúrulýsingarnar eru hluti af fjölkyngi textans. Sagan reynir ekki að telja okkur trú um að við skiljum raunveruleika formæðra okkar að fullu. Hún vekur spurningar og er um leið mjög leitandi. Fríða Á. Sigurðardóttir lýsir á ljóðrænan hátt þörf okkar fyrir söguna og frásagnir og hve erfitt er að finna sannleika um lífið og listina.“

Sjá nánar um Fríðu og verk hennar.

Sjá heildarlista íslenskra verðlaunahafa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og tilnefndar bækur.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.