Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna

Fjöruverðlaunin

2007

 

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, veitt í fyrsta sinn. Þau eru veitt árlega fyrir bækur í þremur flokkum: fagurbókmenntir, fræðibækur og rit almenns efnis og barna- og ungmennabækur. Árið 2014 varð borgarstjóri Reykjavíkur – Bókmenntaborgar UNESCO verndari verðlaunanna.

Hugmyndin að Fjöruverðlaununum kviknaði árið 2006 innan grasrótarhóps kvenna í Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Meðal ástæðna þess að hópurinn taldi sérstök kvennaverðlaun nauðsynleg var ójöfn kynjaskipting handhafa Íslensku bókmenntaverðlaunanna en á tímabilinu 1989–2011 fengu 36 karlar og 11 konur verðlaun. 

Þessar bækur hlutu verðlaunin við fyrstu úthlutun þeirra:

Kristín Steinsdóttir – Á eigin vegum

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir – Ólafía. Ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur

Héléne Magnússon – Rósaleppaprjón í nýju ljósi

Þorgerður Jörundsdóttir – Mitt er betra en þitt

Anna Cynthia Leplar og Margrét Tryggvadóttir – Skoðum myndlist

Heimasíða Fjöruverðlaunanna