Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur starfsemi

Borgarbókasafnið Tryggvagötu 15

1923

Borgarbókasafn Reykjavíkur, upphaflega nefnt Alþýðubókasafn og síðar Bæjarbókasafn, hóf starfsemi sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1923. Safnið var stofnað að tilhlutan bæjarstjórnar Reykjavíkur 18. nóvember 1920. Safnið hafði upphaflega aðsetur á Skólavörðustígi 3, þar sem safninu var fyrst komið fyrir í þremur herbergjum. Fimm árum eftir opnun flutti safnið í Ingólfsstræti 12. Reykjavíkurbæ var sagt upp húsnæðinu þar upp úr 1950 og festi þá Borgarsjóður kaup á húseigninni Þingholtsstræti 29A fyrir bókasafnshús, en það var byggt sem íbúðarhús 1916. Borgarbókasafnið hafði þar aðsetur fram um mitt sumar árið 2000, þegar það flutti í Grófarhús í Tryggvagötu 15.

Borgarbókasafnið er lifandi menningarhús sem rekur sex bókasöfn í borginni. Þjónusta safnsins er margþætt og það stendur fyrir lifandi viðburðadagskrá allt árið um kring.

Sjá nánar á vef safnsins: borgarbokasafn.is