Bókasýningin í Frankfurt

Frá B'okamessu í Frankfurt

2011

Ísland var heiðursgestur Bókasýningarinnar í Frankfurt, stærstu bókamessu heims, sem fram fór dagana 12. – 16. október 2011. Af þessu tilefni komu út um 200 íslenskir titlar á þýsku árin 2010 og 2011 og fjöldi íslenskra höfunda las upp víðs vegar um Þýskaland, auk þess sem þarlendir fjölmiðlar fjölluðu um íslenskar bókmenntir og menningu sem aldrei fyrr.  

Á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta má sjá meira um þátttöku Íslands í Bókasýningunni í Frankfurt.