Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur

1973

Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur (nú skóla- og frístundaráðs) veitt í fyrsta sinn. Jenna og Hreiðar Stefánsson voru fyrst til að hljóta verðlaunin fyrir framlag sitt til barnabókmennta, ásamt Steinunni Briem, sem var verðlaunuð fyrir þýðingu sína á Eyjunni hans Múmínpabba eftir Tove Jansson. Frá 2016 heita verðlaunin Barnabókaverðlaun Reykjavíkur þegar Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs og myndskreytiverðlaunin Dimmalimm runnu saman.

Barnabókaverðlaun Reykjavíkur eru veitt í þremur flokkum: fyrir barna- eða unglingabók frumsamda á íslensku, fyrir þýdda barna- eða unglingabók og fyrir myndskreytingar í barna- eða unglingabók.

Sjá heildarlista yfir verðlaunahafa.