Tímaás bókmenntanna

 • Maístjarnan

  Maístjarnan

  Ljóðaverðlaunin Maístjarnan veitt í fyrsta sinn. Sigurður Pálsson var fyrsti handhafi Maístjörnunnar fyrir bókina Ljóð muna rödd.

 • Höfundaveggur Miðstöðvar íslenskra bókmennta í Gautaborg 2015

  Miðstöð íslenskra bókmennta

  Miðstöð íslenskra bókmennta hóf starfsemi í ársbyrjun 2013. Við stofnun hennar sameinuðust fyrrum Bókmenntasjóður sem starfað hafði frá árinu 2008 og verkefnið Sögueyjan Ísland (Sagenhaftes Island) sem hélt utan um heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011.

 • Heimsþing PEN

  Heimsþing PEN í Reykjavík

  Heimsþing PEN, alþjóðasamtaka rithöfunda, var haldið í Reykjavík í september 2013. Um 200 höfundar víðs vegar að úr heiminum komu saman í Hörpu.

 • Merki Lestrarhátíðar

  Lestrarhátíð

  Lestrarhátíð í Reykjavík var haldin í fyrsta sinn í október 2012 undir heitinu Orðið er frjálst, sem einnig eru einkennisorð Bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Hátíðin var haldin árlega til 2017 en var þá lögð af.

 • Gyrðir Elíasson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

  Gyrðir hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

  Gyrðir Elíasson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna frá 2009. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a. um bókina: „Stílhreint og framúrskarandi skáldverk sem lýsir innri og ytri átökum og kallast á við heimsbókmenntirnar.“

 • Reykjavík útnefnd Bókmenntaborg UNESCO

  Reykjavík hlaut titilinn Bókmenntaborg UNESCO 2. ágúst 2011 og bættist þar með í hóp Samstarfsnets skapandi borga UNESCO, UNESCO Creative Cities Network. Titillinn er varanlegur.

 • Frá B'okamessu í Frankfurt

  Bókasýningin í Frankfurt

  Ísland var heiðursgestur Bókasýningarinnar í Frankfurt, stærstu bókamessu heims, sem fram fór dagana 12. – 16. október 2011.

 • Handritasafn Árna Magnússonar á varðveisluskrá UNESCO

  Handritasafn Árna Magnússonar sett á lista UNESCO yfir andleg minni veraldar (Memory of the World Register). Tilgangur varðveislulistans er að vekja athygli á mikilvægi þess að varðveita andlegan menningararf heimsins með því að útnefna einstök söfn sem hafa sérstakt varðveislugildi.

 • Fjöruverðlaunin

  Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna

  Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, veitt í fyrsta sinn. Þau eru veitt árlega fyrir bækur í þremur flokkum: fagurbókmenntir, fræðibækur og rit almenns efnis og barna- og ungmennabækur. Árið 2014 varð borgarstjóri Reykjavíkur – Bókmenntaborgar UNESCO verndari verðlaunanna.

 • Andri Snær

  Vestnorrænu barnabókaverðlaunin

  Vestnorrænu barnabókaverðlaunin stofnuð. Þau hafa síðan verið veitt annað hvert ár en til þeirra keppa barna- og unglingabækur frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.
  Sagan af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason og Áslaugu Jónsdóttur var fyrsta bókin til að hljóta verðlaunin.

 • Frá Mýrinni

  Alþjóðleg barnabókmenntahátíð í Reykjavík

  Mýrin, alþjóðleg barnabókmenntahátíð í Reykjavík haldin í fyrsta sinn. Norræna húsið í Reykjavík hefur veg og vanda að hátíðinni í samstarfi við fleiri stofnanir og félagasamtök á sviði bókmennta og barnamenningar.

 • Sagas of the Icelanders

  Heildarútgáfa Íslendingasagna á ensku

  Heildarútgáfa á Íslendingasögum og þáttum kom út í enskri þýðingu síðsumars 1997 hjá útgáfufélaginu Leifi Eiríkssyni. Ritstjóri útgáfunnar var Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og með honum starfaði fjögurra manna ritnefnd sem skipuð var þeim dr. Robert Cook, dr. Terry Gunnell, dr.

 • Einar Már

  Einar Már Guðmundsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

  Einar Már Guðmundsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995 fyrir skáldsöguna Englar alheimsins frá 1993. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Heiminum og siðmenningunni er lýst af ljóðrænni geggjun í gegnum huga hins geðssjúka. Kímnin magnar alvöruna.

 • Heildarþýðing á leikritasafni Shakespears

  Helgi Hálfdanarson (1911 – 2009) lýkur þýðingu sinni á leikritasafni Shakespears, en sú iðja hófst með þýðingu hans á As You Like it (Sem yður þóknast) sem kom út árið 1951.

 • Norrænu barnabókaverðlaunin

  Norrænu barnabókaverðlaunin stofnuð af félagi norrænna skólasafnvarða. Guðrún Helgadóttir varð árið 1992 fyrst íslenskra barnabókahöfunda til að hljóta verðlaunin.

 • Bókmenntahátíðin í Reykjavík

  Bókmenntahátíðin í Reykjavík haldin í fyrsta sinn. Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Einar Bragi skáld og Knut Ödegård þáverandi forstöðumaður Norræna hússins stofnuðu til hátíðarinnar og varð hún fljótt einn af helstu viðburðum íslenska bókmenntasamfélagsins.

 • Snorri Hjartarson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

  Snorri Hjartarson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1981 fyrir ljóðabókina Hauströkkrið yfir mér, sem kom út árið 1979. Í röstuðningi dómnefndar sagði m.a.: „Á skýran og agaðan hátt yrkir skáldið um náttúruupplifanir og heiminn um leið."

 • Fyrstu handritin afhent

  Fyrstu handritin sem Danir afhentu Íslendingum í kjölfar samnings landanna um skiptingu handritasafns Árna Magnússonar komu heim með danska varðskipinu Vædderen að morgni 21. apríl 1971.

 • Handritin heim

  Íslendingar og Danir ná samningum um skiptingu handrita úr safni Árna Magnússonar, en ekki var þó endanlega gengið frá samningnum fyrr en 1986. Tveir þriðju hlutar handritasafnsins skyldu fluttir heim til Íslands en einn þriðji verða eftir í Árnasafni í Kaupmannahöfn.

 • Halldór Laxness hlýtur Nóbelsverðlaunin

  Halldór Laxness hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrir „litríkan skáldskap sem endurnýjað hefur íslenska frásagnarlist“, eins og segir í tilkynningu sænsku akademíunnar. Halldór er eini Íslendingurinn sem hlotið hefur verðlaunin til þessa.

 • Kvæðamannafélagið Iðunn

  Kvæðamannafélagið Iðunn var stofnað árið 1929. Tilgangur félagsins er að æfa kveðskap og safna rímnalögum og alþýðuvísum, fornum og nýjum. Félagið er öllum opið en það heldur reglulega fundi yfir vetrarmánuðina og þar fara meðal annars fram kvæðalagaæfingar.

 • Borgarbókasafnið Tryggvagötu 15

  Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur starfsemi

  Borgarbókasafn Reykjavíkur, upphaflega nefnt Alþýðubókasafn og síðar Bæjarbókasafn, hóf starfsemi sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1923. Safnið var stofnað að tilhlutan bæjarstjórnar Reykjavíkur 18. nóvember 1920.

 • Torfhildur Hólm

  Torfhildur Hólm (1845-1918) hlýtur skáldastyrk frá Alþingi, fyrst íslenskra kvenna. Nafni styrksins var að vísu breytt í „ekknastyrk“ í kjölfar andmæla. Torfhildur var fyrsti atvinnurithöfundur Íslands og fyrsta konan til að senda frá sér skáldsögur.

 • Þjóðsagnasöfnun hefst

  Um miðbik nítjándu aldar hefst skipulögð þjóðsagnasöfnun á Íslandi í kjölfar rómantísku stefnunnar. Líkt og í öðrum löndum fylgdi henni áhugi á alþýðumenningu og munnmælasögum og tengist þessi áhugi á þjóðmenningu einnig sjálfstæðisbaráttunni hér á landi.

 • Landsbókasafn Íslands

  Fyrsti vísir íslensks þjóðbókasafns, Landsbókasafns Íslands, varð til árið 1818 að tillögu danska fornfræðingsins Carls Christians Rafns. Í upphafi nefndist safnið „Stiftsbókasafnið“. Því var komið fyrir á lofti dómkirkjunnar í Reykjavík.

 • Árni Magnússon

  Árni Magnússon (1663 – 1730) tekur að safna handritum og heldur því áfram næstu fjóra áratugina. Árni fór til náms í Kaupmannahöfn um tvítugt og starfaði þar æ síðan þótt hann dveldi einnig langdvölum á Íslandi.

 • Passíusálmar

  Séra Hallgrímur Pétursson (1614 – 1674) skrifar Passíusálma sína. Hallgrímur er vafalaust þekktasta trúarskáld Íslendinga en við hann er kirkjan sem gnæfir yfir Reykjavík kennd.

 • Uppskriftaalda

  Uppskriftaalda hefst á Íslandi og Danir og Svíar keppast um að komast yfir íslensk handrit. Þessi áhugi á fornritunum fylgdi húmanismanum og endurreisninni sem skilaði sér í fornmenntastefnunni svokölluðu meðal íslenskra menntamanna.

 • Guðbrandsbiblía

  Guðbrandsbiblía kemur út. Bókin er kennd við Guðbrand Þorláksson biskup á Hólum sem gaf hana út, en fyrsta prentsmiðja landsins var á Hólum í hans tíð, flutt þangað frá Breiðabólstað þar sem hún var sett á fót.

 • Siðaskipti

  Íslendingar taka upp lútherskan sið í stað kaþólsku. Klaustur leggjast þar með af á Íslandi en þau höfðu verið einar af helstu miðstöðvum sagnaritunar. Margar helstu gersemar íslenskra handrita voru skrifaðar í klaustrum.

 • Nýja testamentið

  Nýja testamentið kemur út í þýðingu Odds Gottskálkssonar. Bókin er jafnframt fyrsta bók sem prentuð er á íslensku, en hún var prentuð í Kaupmannahöfn. Þessi þýðing gegndi mikilvægu hlutverki í varðveislu íslenskrar tungu, en hún varð síðar hluti af Guðbrandsbiblíu sem gefin var út árið 1584.

 • Fyrsta íslenska prentsmiðjan

  Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi, flytur fyrstu prentsmiðjuna til landsins. Prentsmiðjan var staðsett á Breiðabólstað í Vesturhópi en var síðan flutt að Hólum í biskupstíð Guðbrands Þorlákssonar.

 • Rímnahandrit

  Stór rímnahandrit eru varðveitt frá þessum tíma. Efni eldri sagna var fært í rímur, en einnig eru þýðingar varveittar, helst kirkjulegt efni úr ensku, þýsku og dönsku.

 • Flateyjarbók

  Flateyjarbók, safn sagna af Noregskonungum skrifuð að beiðni Jóns Hákonarsonar bónda í Víðidalstungu í Vatnsdal. Bókin er skrifuð á árunum 1387-1394 af tveimur prestum, þeim Jóni Þórðarsyni og Magnúsi Þórhallssyni. Sá síðarnefndi myndlýsti einnig bókina.

 • Skarðsbók Jónsbókar

  Skarðsbók Jónsbókar skráð, en hún er listilega skreytt skinnhandrit. Jónsbók var lögbók Íslendinga sem tók við af Járnsíðu árið 1281 í kjölfar þess að Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og var bókin mest lesna bók á Íslandi um aldir.

 • Möðruvallabók

  Möðruvallabók er talin rituð um miðbik fjórtándu aldar en hún er stærsta og mikilvægasta handrit Íslendingasagna. Þetta skinnhandrit samanstendur af 189 blöðum og auk þess hefur verið bætt við 11 blöðum frá 17. öld til uppfyllingar.

 • Konungsbók Eddukvæða

  Konungsbók Eddukvæða talin rituð. Handritið er ritað af óþekktum skrifara en Konungsbók er elsta safn eddukvæða sem varðveist hefur. Eddukvæði segja frá heiðnum goðum og hetjum, en hefð er fyrir að skipta þeim í goða- og hetjukvæði.

 • Viðeyjarklaustur stofnað

  Viðeyjarklaustur var mikilvægt menntasetur og þar var góður bókakostur. Fyrst var þar Ágústínusarregla en síðan Benediktsmunkar. Klaustrið lagðist af 1539 þegar menn Danakonungs rændu það í aðdraganda siðaskipta.

 • Snorra-Edda

  Snorri Sturluson ritaði Eddu um 1220 en Snorra-Edda er ein helsta heimild okkar um heiðinn átrúnað og norræna goðafræði, auk Eddukvæðanna.

  Um Snorra-Eddu segir á vef Árnastofnunnar:

 • Sturlunga rituð

  Sturlunga heitir svo eftir ætt afkomenda Sturlu Þórðarsonar í Hvammi í Dölum, sem nefndir voru Sturlungar. Sturla Þórðarson (1214 – 1284) er talinn hafa lagt mest til ritunar Sturlungu en einnig hafa aðrir sagnaritarar komið að verkinu.

 • Elstu varðveittu handritabrotin

  Elstu varðveittu handritabrotin eru frá þessum tíma. Alls eru um 25 handrit og handritabrot varðveitt frá því fyrir 1200 en þetta er meðal annars kirkjulegt efni þýtt úr latínu, tímatalsfræði og Veraldarsaga (Alexanders saga).
 • Fyrsti málfræðingurinn

  Fyrsti málfræðingurinn skrifar málfræðiritgerð sína um eða fyrir 1150 til að setja Íslendingum stafróf. Samkvæmt honum skráðu þeir þá á eigin tungu þýðingar helgar (guðsorð), lög, ættvísi og fræði, líkt og Ari fróði hafði „saman sett af spaklegu viti“.
 • Konungasögur

  Konungasögur eru ævisögur norrænna konunga, skrifaðar á 12. og 13. öld, flestar á Íslandi, en nokkrar í Noregi. Flestar fjalla þær um Noregskonunga, nokkrar um Danakonunga. Meðal konungasagnahandrita er Morkinskinna, sem talin er rituð um 1275.

 • Þingeyjarklaustur

  Þingeyrarklaustur stofnað

  Þingeyrarklaustur er elsta klaustur á Íslandi og gegndi það mikilvægu hlutverki í bókmenningu Íslendinga. Þar ritaði Oddur Ólafsson meðal annars Ólafs sögu Tryggvasonar um 1190 á latínu.

 • Íslendingabók

  Presturinn Ari fróði Þorgilsson setur saman Íslendingabók á norrænu. Íslendingabók er sagnfræðirit en þar er skráð í stuttu máli saga Íslands frá landnámi til um 1120. Bókin hefst á orðunum: „Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra.“

 • Ingunn Arnórsdóttir – fyrsta lærða konan á Íslandi

  Ingunn Arnórsdóttir var íslensk menntakona og kennari á 12. öld. Hún var á Hólum hjá Jóni biskupi Ögmundssyni og er fyrsta íslenska konan sem sögur fara af sem var menntuð í latínu og öðrum fræðum til jafns við pilta og kenndi þeim líka. Frá henni segir í sögu Jóns biskups:

 • Landnáma

  Landnáma er talin rituð á fyrri hluta elleftu aldar. Hún er helsta heimild um landnám Íslands auk Íslendingabókar og er ártalið 874 sótt þangað þótt sagnfræðigildi bókarinnar sé umdeilt. Frumgerð Landnámu er glötuð en hún er til í nokkrum endurgerðum frá 13., 14. og 17. öld.

 • Upphaf bókagerðar á Íslandi

  Upphaf bókagerðar á Íslandi má rekja aftur til ársins 1000. Engin handrit hafa þó varðveist frá þessum tíma. Elstu varðveittu handritin eru frá 12. öld. Hægt er að skoða handrit í Safnahúsinu við Hverfisgötu og á Þjóðminjasafni Íslands.

 • Upphaf byggðar á Íslandi

  Samkvæmt Landnámabók tekur Ingólfur Arnarson sér fasta bólfestu í Reykjavík ásamt föruneyti sínu um 870 og er skipulegt landnám Íslands jafnan kennt við hann þótt víst sé að aðrir hafi haft hér búsetu fyrr.