Steinar Bragi

„Eina birtan þarna inni barst um rifur á loftinu og frá kerti sem rekið hafði verið ofan í tóma vínflösku. Flaskan var þakin storknuðu vaxi og stóð ofan á kassa við hlið einnar kojunnar. Loginn brann þráðbeinn og rauður þar til hann flökti eins og hreyfing kæmist á loftið í herberginu, svo slokknaði hann.“
(Kata)