Sjón

„Hurðin bílstjóramegin smellur frá stöfum, blá birta kviknar í farþegarýminu. Volgt loft þrýstist út og súrefni sogast inn um rifuna. Johnny Triumph er ósýnilegur skuggi sem drúpir höfði og er hugsi nokkur andartök. Hann ýtir hurðinni upp, opnar dyrnar til hálfs og stígur út.“
(Stálnótt)