Sindri Freysson

„Ég var kófsveitt eftir polkann. Hljómsveitin í Alþýðuhúsinu skipti undraskjótt yfir í vals. Stýrimaðurinn sem hafði boðið mér upp þrívegis áður renndi sér fótskriðu yfir spegilgljáandi gólfið og hneigði sig djúpt. Ég þáði boðið í þetta skipti. Hann var ekki tiltakanlega fullur. Ekki ennþá.“
(Dóttir mæðra minna)