Kristín Ómarsdóttir

Utan á sænginni er púður sem kviknar í við minnstu snertingu óvinarins. Lakið mitt er dúkur. Það borgar sig. Því ef guð verður svangur ligg ég hérna tilbúinn einsog fiskur á fati. Bara svo guð viti það. Ég er ekkert að fela mig. Dýnan er til skiptis full af peningum og heyi.
(Sérstakur dagur)