Iðunn Steinsdóttir

„En morguninn eftir þegar þeir vöknuðu var austurhluti dalsins aðskilinn frá vesturhlutanum með þéttvöxnu þyrnigerði sem enginn komst yfir nema fuglinn fljúgandi. Fólkið austan þess var innilokað. Annars vegar við það voru ókleifir hamrar, hins vegar þyrnigerðið.
Upp frá því töluðu íbúarnir um Austdal og Vestdal.“
(Gegnum þyrnigerðið)