Hjörtur Pálsson

Handan við þokuna flýtur ferðbúið skip. / Ferjumaðurinn bíður þar dulur á svip. // Innan stundar verður frá landi lagt. / Ekki mun grátið, ekki hlegið og ekkert sagt. // Við tekur nóttin endalaus, dökk og dimm. / Daufar stjörnur skína mér tvær og fimm. ...
(Dynfararvísur)