Guðbergur Bergsson

Dauðinn er svo einkennilega skammt frá lífinu. Hann fylgir því fast eftir, hann fæðist með því. Stundum leiðir hann ævi manns. Og það er hægt að ganga frá lífinu inn í dauðann, en það er engin leið að snúa frá honum aftur til lífsins nema aðeins einu sinni: aðeins þegar maður fæðist.
(Svanurinn)