Fríða Ísberg

Fríða Ísberg

VINDHANI

Þú samúðar
í allar áttir

á lúkur grípandi um úlpuermar
á tvístígandi fót
á hik
á
á hendur brenndar af utankuli
á varir kúptar af kæk

á
á andlit sem skammast sín
fyrir að líta út

þú togast til þeirra
eins og gluggaplanta að sól

sem vorkennir
og opnast

(Slitförin, 2017)