Eyvindur P. Eiríksson

„Þeir áttu greinilega langa göngu fyrir höndum. Vonandi stytti upp áður en kæmi til orrustu. Hætt var við að musketturnar yrðu lítils virði í slíkri bleytu, jafnvel þótt þeir reyndu að verja patrónurnar og tinnuna. Jannis var ekki jafn stoltur og áður. Var hægt að vinna stríð með slíkum her? Köldum, illa klæddum, oft svöngum. Nokkra vantaði.“
(Landið handan fjarskans)