Brynhildur Þórarinsdóttir

„Hvað ertu að búa til?“ spurði Nonni og gægðist ofan í fötuna. Gumsið leit út eins og þykkur hafragrautur. „Þetta er steypa, karlinn minn,“ sagði afi. Hann tók væna slettu úr fötunni og leyfði krökkunum að pota í hana. „Við þurfum að festa kofann almennilega svo hann fjúki ekki burt.“
(Nonni og Selma: fjör í fríinu)