Birgitta Halldórsdóttir

„Ég hafði alltaf verið afar forvitin um þessi herbergi en nú fannst mér skelfilegt að þurfa að fara um þau. Ég skalf eins og hrísla. Á einum veggnum hékk mynd af hengdum manni og á móti stóð glottandi beinagrind. Ég hljóðaði og hrökk sjálf í kút við eigin rödd.“
(Bak við þögla brosið)