Bergsveinn Birgisson

„Ég leit út á Barnaskerin þar sem össur átu smábörn í makindum forðum tíð, sem þær kræktu í á bæjartúnum, meðan mæður æptu í fjörum en engum bát varð komið út fyrir brimi. Hver heyrði ekki skerandi barnagrátinn leggja frá þessum skerjum er þokur voru á og norrænur?“
(Svar við bréfi Helgu)