Álfrún Gunnlaugsdóttir

„Nokkrir prúðbúnir vegfarendur niðri á hafnarbakkanum, um borð í erlendu skipi tveir menn að draga upp akkeri, að öðru leyti allt kyrrt eins og á ljósmynd, utan órólegt vatnsborðið, ofan á því brák og tók það til sín myndir og hreyfði; akkerið speglaðist og varð að kolkrabba, festin að smjúgandi ál. Kolkrabbinn elti álinn sem komst undan.“
(Hringsól)