Íslenskar tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fimm verðlauna sem ráðið veitir á hverju ári, og þau yngstu þeirra. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2013.
Dómnefnd er skipuð fulltrúum allra Norrænu landanna og tilnefnir hvert land eða málsvæði eina til tvær bækur ár hvert. Sem stendur eru tilnefndar tvær bækur frá hverju Skandinavíulandanna og Íslandi, ein færeysk og ein frá samíska málsvæðinu. Síðast var tilnefnd bók frá Grænlandi árið 2016 og frá Álandseyjum árið 2015.
Íslenskir höfundar sem hafa hlotið verðlaunin
2016
Arnar Már Arngrímsson: Sölvasaga unglings
Íslenskir höfundar sem hafa verið tilnefndir
2020
Lani Yamamoto: Egill spámaður
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir: Villueyjar
2019
Sigrún Eldjárn: Silfurlykillinn
Ragnheiður Eyjólfsdóttir: Rotturnar
2018
Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels
Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler & Rakel Helmsdal: Skrímsli í vanda
2017
Hafsteinn Hafsteinsson: Enginn sá hundinn
Kristín Ragna Gunnarsdóttir: Úlfur og Edda – Dýrgripurinn
2016
Arnar Már Arngrímsson: Sölvasaga unglings
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir: Koparborgin
2015
Bergrún Íris Sævarsdóttir: Vinur minn, vindurinn
Þórarinn Leifsson: Maðurinn sem hataði börn
2014
Andri Snær Magnason: Tímakistan
Lani Yamamoto: Stína stórasæng
2013
Áslaug Jónsdóttir: Skrímslaerjur
Birgitta Sif: Óliver