Hugmyndabanki Sleipnis

Meira en 1000 orð merki

Hugmyndabanki fyrir leikskóla- og grunnskóla og frístundamiðstöðvar

Þema lestrarhátíðar 2016 er orð og mynd.

Myndir geta falið í sér mörg orð og orð geta geymt margar myndir. Við erum vön að líta á þessi tjáningarform sem aðskilin, en þau eru það alls ekki Á hátíðinni í ár verður hersla lögð á að tengja orð og mynd og færa lestur og myndlestur nær hvort öðru. Fagfólk á starfsstöðum SFS er hvatt til að nota hugmyndaflugið og finna lifandi og skemmtilegar leiðir til að vinna með orð og myndir á Lestrarhátíð í október. Allt má og ekkert er bannað en hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að verkefnum til að vinna með.

Myndmál, myndasögur, myndljóð, frásagnarmálverk, að draga upp myndir í orðum og orð í myndum – hvers kyns samspil eða samsláttur orða og mynda verður í brennidepli.

Hér á eftir koma hugmyndir að verkefnum sem hópur kennara tók saman. Verkefnin eru opin og á að vera auðvelt að aðlaga þau eftir aldri og nemendahópum.

ORÐ

Sagnagerð: Sýna mynd og fá börnin til halda áfram með söguna: „Hvað gerist næst“?

Þetta er hægt að útfæra munnlega, skriflega eða nota aðra miðla.

Myndskreyta ljóð eða textabrot með teiknuðum myndum: Bendum sérstaklega á ljóð ætluð börnum eða ljóð eftir börn.

Myndskreyta með hljóði: Lestur getur verið hefðbundin og eins mjög óhefðbundinn líkt og hljóðlestur og er verkefnið tækifæri til að nýta nýja miðla til læsis. Hljóðbankar eins og Soundbible http://soundbible.com/ bjóða fríar hljóðskrár til að vinna með sem dæmi. Einnig er auðvelt er að taka upp á spjaldtölvum hljóð og búa til aukin áhrif með hljóði við texta.

Teikna bókatitil: Ólíkir bókatitlar valdir og nemendur fá það verkefni að teikna eða myndlýsa bókatitlinum. Hægt að hafa samkeppni um bestu myndlýsinguna.

Klippimynda ljóð eða saga. Orð klippt út úr blöðum eða bókum og nemendur fá að ráða þeim saman eftir eigin hugmyndaflugi í ljóð/örsögur

Nota texta frá öðrum höfundum sem er klipptur niður og notaður sem efniviður í ný ljóð eða sögur eftir krakkana. T.d. getur þetta verið texti eftir skáld eins og Shakespear eða Jónas Hallgrímsson, Jane Austen eða aðra klassíska höfunda sem og samtíma höfunda sem nota tungumálið á annan hátt en börnin eiga að venjast.

Bókagerð: fá nemendur til að gera myndabækur eða útfæra sína bók.

Verkefni með Book Creator smáforritið og eða önnur smáforrit

Book creator smáforritið er hægt að nýta til að búa til litlar bækur, sögur með orðum og myndum.

Hægt að gera verkefni eins og t.d.: Dagur í lífi mínu. Hverfið mitt. Uppáhalds bókin mín. Leiðin í skólann. Þegar ég er glöð/glaður. Ég er hrædd við. Það besta sem ég á.

Handrit og handritagerð. Handrit er ein stór myndlýsing á því hvernig eitthvað á að líta út á leiksviði eða kvikmynd. Skoða lýsingar í handritum.

Skáld í skólum – unglingastig
Við bendum á tilboð Bókmenntaborgarinnar í október í samstarfi við Skáld í skólum. Höfundarnir Kristján B. Jónsson og Óskar Jónasson ræða handritagerð og hvernig leikritið Fyrir framan annað fólk var aðlagað að kvikmynd. Bókmenntaborgin býður uppá 10 smiðjur með þeim félögum á Lestrarhátíð. Bókanir fara í gegnum Rithöfundasamband Íslands á netfangið …

Æfingar í að auka orðaforða
Perluvinafélagið í Lauganesskóla í 1. og 2. bekk gerir eftirfarandi til að auka orðaforða nemenda: Nemendur fá nýtt orð í hverri viku sem er rætt og sett í samhengi í töluðu máli. Þau fá verkefni eins og að lýsa félaga sínum með orðum og vinna verkefni þar sem þau markvisst auka orðaforða sinn. Orð eins og „umhyggjusöm/samur“, „góðhjartaður“, „hjálpsöm“, „umburðarlynd“ eru rædd og þarna eru tækifæri til að vinna með myndmálið.

Orðaspil

Nota spil eins og Fimbulfamb, Heilaspuna eða Scrabble til að virkja orðaforða og auka hann.

Ræða fyndnasta orðið, sterkasta orðið, ljótasta orðið, skrýtnasta orðið og svo framvegis.

Búa til orð fyrir liti: vinna með liti og litatóna: t.d. sýna nemendum gráa litaskala og fá þau til að gefa hverjum lit nafn, eða bláa liti svo dæmi séu tekin.