Lestrarhátíð 2016

Meira en 1000 orð mynd

 

Orð og myndir

Lestrarhátíð er ætluð fólki á öllum aldri, börnum jafnt sem fullorðnum. Markmið hennar er að vekja athygli á orðlist í víðum skilningi og hvetja til skapandi verkefna á því sviði.

Þema Lestrarhátíðar 2016 var ORÐ OG MYNDIR og var samspil þessara þátta í bókmenntun og myndlist í brennidepli. Hvernig hjálpar myndlestur okkur að skilja og túlka heiminn og hvernig vinnur hann með orðlistinni? Að sama skapi var sjónum beint að því hvernig orðlistin fær vængi með litríku og lifandi myndmáli.

Myndir geta falið í sér mörg orð og orð geta einnig verið myndir. Við erum vön að líta á þessi tjáningarform sem aðskilin, en þau eru það síður en svo og var áhersla lögð á þennan þátt á hátíðinni. Myndmál, myndasögur, myndljóð, frásagnarmálverk, að draga upp myndir í orðum og orð í myndum – hvers kyns samspil eða samsláttur orða og mynda var í brennidepli.