Bókamessa í Bókmenntaborg

Bókamessa 2020

Annað árið í röð hefur Bókamessu í Bókmenntaborg verið aflýst vegna heimsfaraldurs Covid-19. Halda átti bókamessuna í Hörpu helgina 20. – 21. nóvember 2021 en vegna sóttvarnaraðgerða er það ekki mögulegt og hefur Bókmenntaborgin því fært bókmenntadagskrá messunnar á netið líkt og gert var í fyrra. 

Hún verður send út frá Facebooksíðu Bókmenntaborgarinnar frá 20. nóvember til 8. desember, tveir þættir laugardaga og sunnudaga kl.13 og 15 og einn þáttur á miðvikudögum kl. 13. Allir lifa þessir viðburðir áfram og því hægt að horfa á þá hvenær sem hentar fólki eftir útsendingartíma hvers þeirra.

KYNNINGAR, UPPLESTRAR OG SAMTÖL

Það eru auðvitað vonbrigði að aflýsa þurfi þessum lifandi og skemmilega bókmenntaviðburði aftur í ár en gleðilegt að netdagskráin er aðgengileg fólki um allt land og geta lesendur notið hennar hvar sem þeir eru staddir þegar hverjum og einum hentar.

Hér má sjá heildardagskrána.

Bókatíðindi

Bækur hætta sem betur fer ekki að koma út og nóg er af nýju og spennandi lesefni í ár fyrir fólk á öllum aldri. Hægt er að kynna sér útgáfu ársins í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda sem nú eru komin út og hafa vonandi skilað sér í flest hús sem ekki afþakka fjölpóst. Þau eru einnig aðgengileg á netinu.

 

Fyrsta Bókamessa í Bókmenntaborg var haldin árið 2011 í Ráðhúsinu og Iðnó. Síðan þá hefur Bókamessa vaxið ár frá ári og er nú einn af stóru viðburðunum í bókmenntalífi borgarinnar. Bókamessa flutti í Hörpu árið 2016 og leggur þar undir sig Flóa og salina Rímu A og B.

Á Bókamessu koma saman bókaútgefendur, höfundar og lesendur og eiga saman helgi þar sem orðlistin er í öndvegi. Fjölbreytt og skemmtileg bókmenntadagskrá er í tengslum við Bókamessu og lesendur geta nælt sér í glóðvolgar bækur á góðu verði beint frá útgefenda. 

Bókamessu árið 2021 átti að halda dagana 20. -21.  nóvember. Sýningunni hefur verið aflýst en bókmenntadagskrá verður á netinu.

Bókamessa árið 2020 var dagana 21. -22.  nóvember - sýningu aflýst en bókmenntadagskrá á netinu. 

Bókamessa árið 2019 var dagana 23. -24.  nóvember.