Á vegum úti

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1988


Kom einnig út í kilju hjá Forlaginu 2008.

Þýðing Ólafs á skáldsögunni On the Road (1957) eftir Jack Kerouac.

Úr Á vegum úti:

Hér skorti ekki leyndardómana. Bíllinn ók á malarvegi sem lagður var yfir fenið sem beggja vegna var vínviði hulið. Við ókum hjá vofu, það var svertingi í hvítri skyrtu á göngu og teygði hendur í átt að myrkri himinhvelfingunni. Hann hlýtur að hafa verið að biðjast fyrir, eða kalla bölvun yfir einhvern. Við þutum hjá. Ég leit út um afturrúðuna og sá hvítuna í augum hans. “Úps!” sagði Dean. “Við skulum fara varlega og stoppa ekki hér um slóðir.” Samt fór það svo að við festumst á gatnamótum og urðum að stoppa hvort eð var. Dean slökkti framljósin. Við vorum umkringd gríðarmiklum skógi með þrúgumiklum trjám og þar mátti næstum heyra milljón eiturslöngur smjúga. Það eina sem sást var rauða rafhleðsluljósið í mælaborðinu á Hudsoninum. Marylou tísti af skelfingu.

(s. 142)