Undir vernd stjarna

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2013


Ljóð átján skálda úr ýmsum heimshornum. Jón Kalman valdi ljóðin og þýddi, og ritar eftirmála.Úr Undir vernd stjarna:Hvaða gagn er að því (eftir Jannis Ritsos, 1909-1990)Allt eldist, sagði hann, gengur sér til húðar, verður ónothæft,

laumulegur reykur, lokið herbergi,

fánar, menn drepnir, yfirlýsingar, styttur –

hvíta gardínan orðin gul,

spegillinn jafn rispaður og andlitin,

og mölflugur hafa hreiðrað um sig

í fallega kjólnum sem þú klæddist þetta kvöld,

kaffihúsið á horninu farið á hausinn,

svalirnar hafa fallið, ofan í brenninetlurnar,

stytturnar í garðinum án getnaðarlims –

hvaða gagn er þá að sorginni, hvaða gagn er að hatrinu,

frelsinu, ófrelsinu,

silfurkaffiskeiðunum, bankareikningnum,

gulltönnum látnu konunnar, sólinni,

kertastjökunum tveimur á borðinu, verkjatöflunum,

hvaða gagn er að ást og ljóði?Sólin heit á himni – það var júlímánuður –

þau vöfðu brauðið inní handþurrkur,

skektan var á förum,

þau brenndu dagblöðin í stráhatti

úti á miðju vatninu.(64)