Undir regnboga

undir regnboga
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1974
Flokkur: 

úr bókinni

Undir regnboga

Þegar ég stend í dyrunum
og virði fyrir mér
þennan nýfædda morgun
veit ég gjörla
   hvort ég hef verið hér áður
   eða komið í nótt

Undir regnboga
   gamalt hljóðfæri
   úr myndabók hugans
ég reyni að stilla

Og ég veit ekki hvar þetta endar
   með mig
áttavilltan í víðsýninu
berfættan í snjónum
með trefil í hitanum.