Undan illgresinu

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1990
Flokkur: 

Myndir: Gunnar Karlsson.

Bókin hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin 1992.

Úr Undan illgresinu:

Það er ekki réttlátt að pabbi skyldi deyja, sagði Marta María.
Lífið er ekki alltaf réttlátt, sagði amma. Við verðum bara öll að hjálpast að úr því svona fór.
Hvað var eiginlega að pabba? spurði Marta María.
Það var svo margt, sagði amma og fór að þurrka af myndum sem stóðu í stöflum upp við vegginn.
Tómas var sofnaður í sófa á miðju gólfi.
Marta María vissi að allir voru að plata hana. Þó að hún væri bara ellefu ára fann hún það á sér að enginn sagði henni sannleikann. Pabbi hafði ekkert verið veikur. Einn morguninn hafði hún bara vaknað við einhvern umgang og amma var komin og sagði henni að vera kyrr í herberginu sínu og Tómas var þar líka. Amma sagði að mamma hefði farið með pabba í sjúkrahús og þau yrðu að vera góð. Daníel var í skólaferðalagi svo hún gat ekkert spurt hann. Marta María hafði séð að amma titraði öll og hún sá líka að hún fékk sér pillu úr glasi. Hún hafði aldrei séð ömmu borða pillur áður.
Seinna um daginn kom mamma með Daníel og sagði þeim að pabbi væri dáinn.
Síðan hafði allt verið öðruvísi.

(s. 9)